Lærðu að elska þig
Þerapían samanstendur af 12 tímum,
hver tími inniheldur mikilvæg verkefni og fróðleik
.png)
1.
JÁKVÆÐ SJÁLFSMYND
Fyrsta verkefnið þrjú jákvæð lýsingarorð mun breyta þeim viðhorfum sem þú hefur um þig,
þú æfir daglega að byggja upp jákvæð viðhorf, betri líðan yfir að vera eins og þú ert, sjá hæfileika þína,
eiginleika og getu í nýju ljósi, vera ánægð/ur með þig. Niðurstaðan er meiri sátt, bjartsýni og hamingja.
2.
HVATNING OG VIÐURKENNING
Hrósverkefnið sem gerir þig ánægðari með allt sem þú gerir og losar þig undan þeirri þörf að fá
viðurkenningu frá öðrum. Hún myndar jákvæða og sterka orku í kringum þig, þú byrjar að gefa
fallega af þér og umbreytir líðan allra í kringum þig á hvetjandi og skemmtilegan hátt.
3.
KÆRLEIKSRÍK FRAMKOMA
Ég elska bæn mun auka meðvitund um framkomu þína og hegðun þú færð tækifæri til að vanda þig
meira en áður og velja hvernig þú vilt haga þér í öllum samskiptum. Þú upplifir strax breytingu hjá þér
og framkoma þín verður alveg ósjálfrátt fallegri, einlægari og meira gefandi, á meðan þú gerir þessa æfingu. Niðurstaðan er að þú hættir að svíkja þig og skapar ánægjulegri samskipti við alla.
4.
ALLIR ERU AÐ KENNA MÉR
Í kennaraverkefninu skoðar þú öll samskipti sem hafa meitt þig og æfir þig í að mæta öllu/m frá hjartanu
og lærir að sjá og skilja hegðun og framkomu allra í þínu lífi og umbreyta áhrifum þeirra til hins betra.
Lífið verður gjörsamlega magnað þegar þú færð mátt til að hafa fulla stjórn á því hvernig
allir koma fram við þig.
5.
FYRIRGEFNINGIN
Fyrirgefningarverkefnið losar þig við vanlíðan, skömm, eftirsjá og biturð yfir því sem þér finnst hafa
farið úrskeiðis í lífi þínu fram að deginum í dag á sama tíma dregur úr kvíða yfir því sem framtíðin ber
í skauti sér og þú finnur spennu og bjartsýni og meiri löngun til að gera allt sem þú óskar þér.
Niðurstaðan er að þú hefur margfalt meira sjálfstraust og skilning á hvernig þú virkar.
6.
ÞAKKLÆTI
Þakklætisverkefnið skapar þakklæti yfir því neikvæða. Lærir að skapa þakklætistilfinningu yfir öllu,
líka því sem er erfitt, óþægilegt og vont. Þú ferð inní daginn þinn betur undirbúin fyrir þeim erfiðleikum
eða neikvæðu uppákomum sem hugsanlega skjóta upp kollinum. Allir þessir litlu hlutir sem eru ekki eins skemmtilegir verða ánægulegar stundir með þessum nýju formerkjum.
7.
EFLA INNSÆIÐ
Í innsæisverkefninu lærir þú og æfir að skilja hvernig innsæið þitt tjáir sig við þig og öðlast kjark til
að fara eftir þeim leiðbeiningum sem það gefur þér mun veita þér nýtt, sannara, betra og ánægjulegra líf.
Þú verður öruggari með þig og treystir þér til að taka réttar ákvarðanir og auðvitað verður lífið leikandi
létt þegar þú ert búin að virkja þennan allra besta leiðbeinanda sem hugsast getur.
8.
NÝ HEGÐUN
Með öfugt-verkefninu sérðu hversu auðvelt það er að breyta, laga og bæta lífið með réttu aðferðunum þá fyllist þú bjartsýni von og trú á þig og lífið og finnur endalausa orku innra með þér til að skapa það líf sem þú óskar þér.
Hér nærðu að sjá og átta þig betur á hversu margt hefur breyst á undanförnum vikum.
9.
MÁTTUR ÍMYNDUNARAFLSINS
Í Galdralífverkefninu líður þér eins og þú getir Galdrað og það er einmitt þannig sem þú ætlar að skapa
framtíð þína með þeim töfrabrögðum sem þú kannt núna. Niðurstaðan er sú að þú skipuleggur næstu
12 mánuði í áframhaldandi markvissri vinnu.
10.
SKAPANDI TÖFRANDI FRAMTÍÐ
Hvað hefur breyst í þínu lífi og hverju viltu breyta í framhaldi af því að sjá að þér eru allir vegir færir,
lífið þitt er stútfullt af möguleikum og þú ert orðin mun hæfari í að velja það sem er ætlað þér en
ekki það sem þú heldur að geri þér gott eða bæti líf þitt.
11.
VERA SÖNN
Kennarinn fer yfir Galdralífs verkefnið með þér og gengur úr skugga um að þú sért full fær um að galdra.
Þú skapar þau ævintýri sem þú vilt upplifa.
12.
NÆSTU SKREF
Hvað langar þig að gera næst? Hvaða drauma áttu eftir að uppfylla?
Við höldum áfram að galdra.