top of page

Umsagnir nemenda
í þerapíunni lærðu að elska þig

„Ég var löngu hætt að taka eftir því að ég var alltaf með áhyggjur það var orðið venjulegt ástand og ég bara hélt að manni ætti að líða svona. Maðurinn minn hefur margoft sagt mér að ég hafi ekki alltaf verið svona neikvæð, pirruð, þreytt, óörugg, stefnulaus, áhugalaus og sár en ég hlustaði ekkert á hann.

Systir mín benti mér á Lærðu að elska þig en ég trúði ekki að það gæti hjálpað mér. Ég var einhvernveginn búin að missa trúna á allt. Svo sá ég myndband með Ósk og það var eitthvað þar sem kveikti á smá von. Þessi von hefur breytt öllu hjá mér því ég lét vaða og hluti af mér átti meira að segja erfitt með að viðurkenna það ég var alveg viss um að þetta væri bara tímaspursmál hvenær allt myndi hrynja því þetta var eiginlega of gott til að geta verið satt. Ég reyndi meira að segja að fela það fyrir þeim hvað mér leið vel á námskeiðinu en það tókst ekki. Líðan er svo auðsjáanleg og ég er að gera hluti sem ég hef ekki treyst mér í að gera í mörg ár.

Þetta er það allra besta sem ég hef gert og það er tiltölulega góð tilfinning að mega gera eitthvað fyrir sig því það er einmitt það sem ég held að ég hafi bókstaflega hætt að gera fyrir mörgum árum.“

-Kristrún (nemandi hjá Guðbjörgu Ósk)

„Tími minn með Nínu Margréti í námskeiðinu „Lærðu að elska þig“ hefur verið mjög góður.

Hún hefur leitt mig áfram í vinnu við að taka til í sjálfri mér. Ég veit að ég er ekki fullnuma. En ég er komin með þau verkfæri sem ég þarf til að vinna áfram í að finnast ég vera nóg og elska sjálfa mig eins og ég er. Lifa í sátt við sjálfa mig og aðra. Að hjálpa mér að standa með sjálfri mér er ómetanlegt. Ég er farin að hugsa hlutina öðruvísi og rýna í þau samskipti sem ég á við annað fólk.

Nína hefur hvatt mig áfram og veitt mér ómetanlegan stuðning í samtölum okkar. Það er hverjum manni hollt að skoða sjálfan sig og samskipti sín við annað fólk. Mæli ég eindregið með því að fara í þá vegferð með hjálp Nínu. Takk kærlega fyrir mig.“

-GH (nemandi hjá Nínu Margréti)

„Las fyrst um þessa þerapíu á fésinu og hugsaði „Kannski er þetta eitthvað fyrir mig?“ 

Fannst kominn tími til að elska sjálfan mig meira eða eins og ég komst síðar að þá varð ég í raun að læra að elska sjálfan mig frá grunni því þó svo ég hafi haldið að ég gerði það vantaði svo mikið uppá. 

Ég vann verkefnin samviskusamlega sem voru miserfið fyrir mig því svona breytingar eru erfiðar og fyrir mjög svo reiða konu var þetta ekki auðvelt. 

Reiðin hefur verið minn drifkraftur í lífinu og eins og þeir vita sem reiðast auðveldlega og ganga fullir reiði í gegnum lífið étur hún þig upp að innan, fyrir utan það að flestir sem standa þér nær eða reyna að nálgast þig eru hræddir við þig og tipla á tánum í kringum þig.

 Í þerapíunni ert þú leidd áfram verkefni eftir verkefni og svo smám saman koma breytingarnar. 
Eitt fallegasta sem hefur verið sagt við mig eftir að ég fór í þerapíuna var: „Mamma þú ert ekki lengur alltaf reið“. 

Í dag lifi ég lífinu meðvituð, jákvæð, brosandi,  öll samskipti eru jákvæðari enda smitaðist þetta í börnin mín og vini.  Þessi þerapía er eitthvað sem allir ættu að gefa sjálfum sér.

Takk Halla Ósk fyrir frábæra handleiðslu svo að ekki sé talað um þolinmæði í minn garð TAKK!“

-Nemandi hjá Höllu Ósk

Að fara í gegnum þetta ferðalag með Björk var algjörlega ómetanlegt.

 

Ég hef lært svo mikið um sjálfan mig sem ég hafði aldrei áttað mig á og mun hjálpa mér um ókomna tíð.

Ég er að ná tökum á hlutum sem hafa verið að angra mig í langan tíma.

Þerapían hefur gefið mér verkfæri til að vinna með sem mun hjálpa mér að takast á við allar áskoranir sem eru framundan í lífinu. Fyrirfram, átti ég ekki með nokkru móti von á þeim frábæru áhrifum sem þetta hefur haft á mig. Mér finnst ég vera að öðlast nýtt líf. Nú skil ég enn betur hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Takk Björk !​

-Ófeigur (nemandi hjá Björk Ben.)

„Takk fyrir að hafa komið inn í líf mitt og vera leiðbeinandi minn í gegnum verkefnið „Lærðu að elska þig“.

Þú gafst mér svo ómetanlega leiðbeinslu í gegnum þennan tíma. Á einum af allra mestu tímamótum sem ég hef orðið fyrir í lífinu. Ég mæli með því að allir eigi eina "Birgittu" í sínu lífi, sem hlustar og leiðbeinir. Óháð því hver maður er eða hvaðan maður kemur, stuðningurinn er ómetanlegur.

Eftir námskeiðið stend ég með nokkur frábær tól í höndunum sem munu hjálpa mér að komast í gegnum verkefnin sem lífið mun gefa mér og eina vinkonu sem ég veit að getur alltaf hlustað og leiðbeint mér þegar ég þarf á að halda.“

-Nemandi hjá Birgittu Hrönn

„Ég var hjá Sólveigu Ösp og er hreint út sagt himinlifandi með hana.

 

Við náðum svo vel saman og tengdum með svo margt. Er búin að vera hugsa mikið hvað betur hefði mátt fara því ég veit hversu mikilvægt það er að fá það til að geta bætt sig en ég hef einfaldlega ekkert út á þetta að setja hún hjálpaði mér svo mikið og ég gat alltaf leitað til hennar sama hvað það var. Ég fór í gegnum margt í mínu persónulega lífi á meðan ég var hjá henni. Ég var að vinna úr kynferðisofbeldi sem ég lenti í þegar ég var 15 ára. Ég hélt áður en ég byrjaði hjá henni að ég væri komin yfir það og ég gæti ekki komist lengra en ég hefði náð þar hafði ég heldur betur rangt fyrir mér og er komin svo mun lengra í dag en ég hef nokkurn tímann haldið að ég gæti.

Ég fór líka í gegnum sambandsslit á tímanum sem ég var í þerapíunni sem voru mjög erfið en Sólveig stóð þar þétt við mig og hjálpaði mér að byggja mig upp eftir þau og ef það var eitthvað gat ég alltaf leitað til hennar og fengið auka stuðning eða auka tíma hjá henni. 

Í lok árs 2019 var ég með pælingu sem ég nefndi við hana og það var að mig hefði alltaf langað að prófa að fara út sem au-pair þar hvatti hún mig mikið í það að auglýsa eftir fjölskyldu sem vantaði au-pair, viku seinna var ég komin með flugmiða út og farin 20 dögum seinna til Svíþjóðar. Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.

Ég gekk í gegnum margt á þessu tæpa ári en hef jafnframt þroskast mikið og lært svo ótrúlega margt.

Ég verð ævinlega þakklát fyrir það að hafa fengið að taka þátt í þessari þerapíu og þessari vegferð hjá Sólveigu í náminu.“

-Harpa Dögg Grímsdóttir (nemandi hjá Sólveigu Ösp)

„Á þessu rúmlega ári sem ég er búin að vera í þerapíunni „Lærðu að elska þig“ þá er ég búin að breyta hugarfarinu, í framhaldi breyttist líðanin og svo er lífið sjálft að breytast núna.

Ég setti sjálfa mig í fyrsta sætið sem var oft á köflum svolítið skrítið en fékk ferlega góða hjálp við að skoða hvað væri raunverulega að hrjá mig og komst að því að í raun er ég búin að svíkja sjálfa mig í mörg ár með því að vinna ekki við það sem ég hef alltaf þráð að gera. Nú er ég á leiðinni í drauma starfið því ég veit að ég get það! Ég taldi mér alltaf trú um að ég gæti það ekki bæði vegna þess að ég valdi að mennta mig í öðru og fannst einhvernveginn eins og ég ætti að starfa við það sem ég er menntuð í og auk þess væru þar góð og örugg laun. Ég vissi ekki að það mundi hafa svona hræðilegar afleiðingar og það væri ekki endalaust hægt að plata sjálfan sig.

Í dag er ég að mörgu leyti svo fegin að ég skildi greinast með kulnun því ég hefði aldrei farið í þessa þerapíu nema næstum neidd til þess og ég hefði ekki viljað missa af því og þess vegna vil ég nota rækifærið og hvetja þig til að gefa þér þetta námskeið því lífið verður stórkostlegt.“


-Dagný (nemandi hjá Guðbjörgu Ósk)

„Ég hef verið svo heppin að fá að vera með Höllu Ósk sem leiðbeinanda í þerapíunni Lærðu að elska þig.
Fyrst þegar ég byrjaði þá bjóst ég ekki við miklu. Forvitni mín fékk mig til að skrá mig og þá kynntist ég Höllu Ósk.


Þar sem að ég vissi að þetta væri æfingakennsla og Halla Ósk nemi þá bjóst ég við lakari og jafnvel pínu klaufalegri kennslu. En upplifun mín er allt önnur en ég bjóst við.
Halla Ósk hefur afar upplífgandi orku og jákvætt viðmót. Það skín í gegn smitandi áhugi á efninu og áhugi hennar á að geta hjálpað öðrum. Hún vill manni svo vel að maður fær brennandi áhuga á heimanáminu og á sjálfum sér í leiðinni.

Hún fylgir manni í gegnum námskeiðið og man það sem að á undan hefur gengið hjá manni og bendir á framfarirnar eða þær persónulegu breytingar. Hún útskýrir efnið vel og kemur með áhugaverðar ábendingar sem að koma manni á "AHA" stigið. Hún heldur vel utan um ferlið sem að maður gengur í gegnum á afar persónulegan og umhyggjusaman hátt.“


-Sigríður M. (nemandi hjá Höllu Ósk)

„Ég stend meira með mér, er öruggari, veit hvað ég vil. Þori að segja mína skoðun, þarf ekki að fá samþykki annarra, þori að vera meira ég sjálf.​ 

 

Tala frá hjartanu, hef mun meiri þolinmæði og meiri ró yfir mér, utankomandi aðstæður hafa ekki eins mikil áhrif á mig. Tek gagnrýni betur, hugsa frekar hvað get ég lært af henni. Kærleiksríkari, tek ekki þátt í neinni neikvæðri umræðu.

​Ég er í miklu betra jafnvægi, er meðvituð um tilfinningar mínar og leyfi þeim að koma,en ef þær gera ekkert gagn þá bara þakka ég fyrir kennsluna og sendi þær áfram.

Námskeiðið lærðu að elska þig hefur algjörlega breytt mínu lífi og hvernig ég sé lífið og verkefni lífsins.

Takk elsku Björk fyrir dásamleg kynni og yndislega samveru.“


-Jóhanna Ósk (nemandi hjá Björk Ben.)

Þerapían Lærðu að elska þig kom inn í líf mitt á réttu augnabliki.

 

Þerapían hefur hjálpað mér að fá betri sýn á sjálfa mig sem einstakling og hjálpað mér að takast á við þau verkefni sem hafa safnast saman yfir árin. Þerapían byggist upp á margskonar verkefnum og það var svo sniðugt að í hvert sinn sem ég var að byrja á nýju verkefni þá speglaðist það í mínu daglega lífi og verkefnin hjálpuðu mér að taka á þeim verkefnum.

 

Það hefur verið yndislegt að koma til Birgittu á 3 vikna fresti og hafa hana sem leiðbeinanda minn í þessari þerapíu. Fyrir utan þessa rúmu klukkustund á þriggja vikna fresti þá átti hún alltaf tíma fyrir mann.

 

Það er gott að koma til hennar því hlýja hennar og umhyggja umvefur mann og veitir manni ákveðið öryggi og vellíðan.

-Nemandi hjá Birgittu Hrönn

Fylgdu okkur á facebook 

bottom of page