top of page
Lærðu að elska þig

osk.is
Lærðu að elska þig
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir
Guðbjörg Ósk heiti ég,
höfundur þerapíunnar og netnámskeiðsins 'Lærðu að elska þig'
Ég var ekki nema 35 ára gömul þegar líkaminn hrundi, mér fannst ég
einskis nýt, og frekar léleg í öllu, var engan veginn nógu góð og leið hræðilega með sjálfri mér. Mig langaði ekki bara að vera heilbrigð og verkjalaus heldur þráði ég líka að vera betri manneskja.
Ég skammaðist mín oft fyrir hegðun mína en vissi ekki hvernig ég
gæti breytt mér.
Það var ekki fyrr en ég var komin á botninn að ég fór virkileg að
leita að lausnum og áttaði mig á því að þær voru allar inn í mér sjálfri.
Þegar ég reis upp, gat gengið á ný og öðlaðist mátt og kraft þá fann
ég svo djúpa löngun til að segja öllum að allur heimsins heilandi
máttur er innra með okkur og ég get hjálpað þér að finna hann.
Það er mín dýpsta þrá að kenna fólki að elska sig og alla í kringum
sig, geta þar með lifað kærleiksríku lífi með innri frið og gleði í hjarta.
Ég hreinlega elska að hjálpa fólki að finna tilganginn og þann
mátt sem hver og einn býr yfir.
Sem Yogakennari, þerapisti og ráðgjafi hef ég lært og séð að allir
geta lifað tilgangsríku lífi, látið drauma sína rætast og notið lífsins
sama hvaða bakgrunn, uppeldi eða vandamál, sjúkdómar eða áföll
kunna að hafa komið upp á lífsleiðinni.
Allir hafa ástríðu fyrir einhverju og öðlast innihaldsríkari tilveru,
um leið og þau byrja að fylgja innsæinu og sinni hjartans þrá.
Allir vilja blómstra og njóta samskipta við sjálfa sig og aðra og
umfram allt eiga hamingjuríkt líf hvort sem þeir gera sér grein
fyrir því eða ekki.
Því segi ég við þig :
Vertu velkomin í líf sem er töfrum líkast, lærðu að elska þig og lífið
þitt. Þerapían og netnámskeiðið Lærðu að elska þig eru áhrifaríkustu
leiðir sem völ er á í dag til að skapa hamingju og betra líf.
bottom of page

